Utanvegasksturs manía.

Ég verð að segja það fyrir minn smekk að þessi umræða er komin út í öfgar, hvern andskotan gerir það til þó að aðeins sé  rótað í sandi eða mel,sýnum svolitla skinsemi og leifum ferðalög um landið utan vega sem innan, þetta svonefnda tjón svo og það sem sýnt var frá langasandi er ekkert sem ekki lagast eftir næsta hvassveður.
mbl.is Fordæma akstur utan vega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Hrafn Sigurðsson

ég er þér nokkuð sammála.

Birgir Hrafn Sigurðsson, 9.9.2008 kl. 15:46

2 identicon

Alveg sammála.

Meina, það er ekki einsog það sé gróður þarna, eða verði gróður þarna á næstunni.

Þetta er sandauðn, hvaða máli skiptir það þótt einhverjir guttar séu að leika sér þarna,  fjandinn, ég væri örugglega að  leika mér svona ef ég ætti hjól og hefði tíma í þetta sport.

Jóhannes H (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 15:58

3 identicon

Íslenskt veðurfar ætti að nægja svo auðir sandar falli í sama horfið stuttu síðar en mér sárnar mjög sjái ég ræktað land, mosa og móa, tætta upp af torfærutækjum. Þetta er ekki sami hluturinn.

Pétur (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 16:01

4 identicon

Þar sem vindur sverfur og slípar sandinn til skiptir þetta kennski ekki miklu máli, en öðru máli gegnir um þegar verið er að spóla og spæna í gróðri, hversu lítill sem hann er. Hins vegar má alveg nefna það með þessu máli að hestamenn á ferðum um hálendið hafa oft skilið eftir stór sár í landinu. Þar eru oft á ferð hópar með hrossastóð á ferð tæta upp gróður.

Nú hins vegar varðandi þetta myndband sem fylgdi fréttinni þá sá ég nú ekki betur en að flest eða öll hjólin sem sáust hafi ekið eftir vegum eða vegslóðum.

Birkir (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 16:36

5 identicon

Ég sé ekki tilganginn með mótorhjólum yfirleitt hér á Íslandi. Veðurfarslega er þetta land afskaplega slappt til slíkrar iðju og það er engin nauðsyn fyrir vélhjólum annar en að segjas eiga svoleiðis.

Best væri einfaldlega að banna vélhjól á landinu, nema á keppnisbrautum ef menn hafa gaman af því.

Að eiga vélhjól sýnir bara að maður á meiri pening en vit - en þó það megi segja um marga hluti þá eru vélhjól með þeim verulega ganslausustu.

Uni Gislason (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 16:37

6 Smámynd: Jón Ragnarsson

Það lagast ekkert "eftir næsta hvassvirði", svona för geta verið árum saman að jafna sig. Svo kemur sá næsti og sér slóðina, og ákveður að elta. Og spóla nokkra hringi í leiðinni..

Jón Ragnarsson, 9.9.2008 kl. 16:40

7 identicon

Auk þess sem hjólför, þótt á gróðurlausu svæði séu, mynda rásir fyrir vatn og þá byrjar aldeilis rofið og öramyndunin. Að ekki sé talað um það þegar fleiri hjólaknapar fara ofan í förin og koll af kolli.

Þessi hvassviðris-réttlæting fyrir lögbrotum og náttúruspjöllum sýnir að viðkomandi hefur hvort áhuga né vit á þessari umræðu. Og þessir gúbbar hreinlega skilja heldur ekki hugtakið sjónmengun. Eigum við að krassa á húsið þeirra með vatnsleysanlegu tússi? Það hreinsast af í næstu rigningu ekki satt? Ef við höfum gaman að því að krassa á hús, þá hlýtur það að vera í lagi úr því það veldur "engum skemmdum". Veðrið sér bara um þetta...

Steini boy (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 17:08

8 identicon

Uni það er fínasta veður hér á landi til að stunda þetta, ég skil ekki hvernig þér datt annað í hug og hvernig geturðu mögulega sagt að vélhjól sé gagnslausara en t.d. tískuvörur?

Siggi (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 17:08

9 identicon

Já hvern andskotan gerir það til þó menn spóli og trylli og láti eins og þeir séu einir í heiminum.
Öðrum varðar bara ekki rassgat um það þó allt sé upptætt og eyðilagt. Að sjálfsögðu segi ég þetta í meinhæðni. Mér finnst Jóhann Þór og jábræður vera fulltrúar sóðanna sem eyðileggja og skemma hvar sem þeir fara. Hvað með það þó maður kasti smá rusli - það fýkur í næsta hvassviðri. Hvað með það þó maður losi saurtankinn á húsbílnum oní vegaslóðann - þetta skolast burt í næstu rigningu. !!!

Held að það væri tímabært að sumir færu að huga að því að fullorðnast og sýna smá þroska fjandakornið!

Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 17:30

10 Smámynd: Soffía Sigurðardóttir

Sandur og sandur eru ekki allsstaðar eins. Á Sprengisandi er t.d. allt lausefni fokið fj. til og yfirborðið er þétt í sér þótt þar sjáist ekki mikill gróður. Hjólför sem menn skilja eftir sig þar sjást því í mörg ár. Það eru sosum víðast hvar ekki gróðurskemmdir, en fólk sem ferðast um þessa víðáttu, gerir það flest til þess að njóta auðnarinnar, ekki til þess að horfa á 17 hjólför meðfram vegum og spól upp um hóla. Utanvegaakstur er algjör óþarfi og virðingarleysi við náttúruna. Sóðakapur.

Soffía Sigurðardóttir, 9.9.2008 kl. 17:38

11 identicon

Verð nú að vera sammála þessu sem hjólamaður. Og hvað er það að banna manni að hjóla í fjörum og fjöruborði? Hvað skemmir maður þar?

Sandvíkin útá Reykjanesi er alveg magnað dæmi. Það má koma með stórvirkar vinnuvélar og skriðdreka til að taka upp bíómynd því þar var Clin Eastwood í broddi fylkingar, en svo kemur maður á 100 kílóa mótorhjóli og þá bíður löggan eftir manni við veginn með kæru fyrir utanvegaakstur.

Hjólamaður (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 18:26

12 identicon

"en svo kemur maður á 100 kílóa mótorhjóli og þá bíður löggan eftir manni við veginn með kæru fyrir utanvegaakstur."

-Enda er þetta lögbrot. Við hverju bjóstu? Kaffi og páskaeggi?

Steini boy (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 13:36

13 identicon

Steini, hvort finnst þér að Íslendingar ættu að mótmæla? Margra vikna upptökum á kvikmynd þar sem stórar vinnuvélar og fleira eiga á hættu að skemma þar eða nokkur mótorhjól sem hjóla í fjöruborði sem lagast í næstu öldu.

 Þessi umrædda fjara er EINKALÓÐ og lögreglan hefur ENGAN aðgang að því að fara inná einkalóðir og kæra menn fyrir utanvegaakstur. Það er eins og að kæra mann fyrir utanvegaakstur sem er að breyta garðinum sínum með smágröfu.

Hjólamaður (IP-tala skráð) 13.9.2008 kl. 17:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jóhann Þór Hopkins

Höfundur

Jóhann Þór Hopkins
Jóhann Þór Hopkins

Færsluflokkar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband